Eftir markalausan fyrri leik í viðureign Manchester United og Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er komið að úrslitastundu. Manchester United verður að vinna þennan leik, það er ekkert annað sem gildir. Sevilla nægir jafntefli ef það koma mörk í leikinn og verði áfram markalaust til lengdar þá endar þetta í vítaspyrnukeppni.
Dómarinn í þessum leik verður Hollendingurinn Danny Makkelie og það verður flautað til leiks kl. 19:45 annað kvöld.