Eftir þrjá sigra í jafnmörgum leikjum er Manchester United í mjög góðri stöðu á toppi A-riðils og hefur í þokkabót klárað tvo af þremur útileikjum sínum í riðlinum. Seinni helmingur riðlakeppninnar hefst á heimavelli gegn liðinu sem er nokkuð óvænt í neðsta sætinu, stigalaust. Flest bjuggust við að Benfica myndi veita Manchester United hörðustu samkeppnina um efsta sætið en annað hefur komið á daginn. Sigur í þessum leik tryggir sæti í útsláttarkeppnina og ætti að fara langleiðina með að tryggja Manchester United efsta sætið í riðlinum. Það væri afskaplega huggulegt ef liðið gæti verið búið að tryggja þetta fyrir lokaleikinn í Meistaradeildinni því þá væri hægt að hvíla leikmenn fyrir erfiðan leik gegn Manchester City helgina eftir lokaumferðina.
Old Trafford
Manchester United 2:0 Leicester City
Þrír leikir í deildinni, þrír sigrar. 10 mörk skoruð, ekkert fengið á sig. Það er alveg óhætt að segja að Manchester United hefji þetta leiktímabil afskaplega vel. Framundan er landsleikjahlé, lok sumargluggans og svo septembermánuður fullur af leikjum í þremur mismunandi keppnum. Við erum ekkert að hata þetta!
Það var ein breyting á liðinu sem hóf leik í dag. Martial hafði komið gríðarlega sterkur inn af bekknum í síðustu leikjum og fékk að byrja þennan leik. Rashford hafði staðið sig nokkuð vel líka en hann þurfti að sýna að hann getur líka verið hættulegt vopn af bekknum. Byrjunarliðið í dag var svona:
Tímabilið hefst á heimsókn frá West Ham United
Tímabilið 2017 til 2018 hefst á leik gegn West Ham United frá austurhluta London. Þessi leikur fer þó fram á heimavelli Manchester United, okkar ástkæra Old Trafford. Fyrsti leikur okkar liðs og sá síðasti fara fram á heimavelli, akkúrat eins og við viljum hafa það.
Að sama skapi viljum við sjá liðið gera Old Trafford að þeim heimavelli sem hann á skilið að vera. Of mörg lið hafa komið í heimsókn á síðustu árum og talið sig eiga skilið að fá eitthvað með sér úr þeim leikjum. Lið eiga að koma á Old Trafford og hugsa um það eitt að tapa ekki of neyðarlega. Þannig viljum við hafa það.
Manchester United 1:1 Celta Vigo
Manchester United fer í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tæpt var það, skrautlegt og dramatískt en það hafðist! Mótherjinn í Stokkhólmi verður Ajax frá Amsterdam sem tapaði fyrir Lyon í kvöld en vann viðureignina samanlagt 5-4.
Byrjunarliðið hjá Manchester United í kvöld var:
Varamenn:
De Gea, Jones, Smalling (89′), Carrick (77′), Mata, Martial, Rooney (86′).
Celta Vigo kemur í heimsókn
Núna eru í raun bara tveir fótboltaleikir eftir af tímabilinu hjá Manchester United. Þeir eru báðir í Evrópudeildinni. Sá fyrri þeirra er annað kvöld, seinni leikurinn í undanúrslitaviðureigninni gegn spænska liðinu Celta Vigo. Þann leik verður Manchester United að klára til að komast í hinn leikinn, sjálfan úrslitaleikinn í Friends Arena í Stokkhólmi, miðvikudaginn 24. maí næstkomandi. Tímabilið stendur nú og fellur með þessum tveimur leikjum, það er allt undir.