Ef Martial hefði nýtt annað tveggja dauðafæranna? Hefði Fred ekki hent sér í tæklingu á gulu spjaldi eða Solskjær gripið í taumana og skipt honum út af. Þá væru sögurnar aðrar og bjartara yfir.
Ole Gunnar Solskjær
Manchester United 1:3 Paris Saint-Germain
Það vantaði miðverði til að United gæti stillt upp þremur miðvörðum svo United stillti upp í venjulegt kerfi
Varamenn:
Ástæðan fyrir að Ole valdi að vera með bæði Fred og McTominay var frekar augljóst, Paredes og Verratti voru mættir til leiks eftir að hafa misst af þeim fyrri
Leikurinn byrjað frekar fjörlega og PSG sótti meira og var komið yfir áður en sex mínútur voru liðnar, gott samspil Neymar og Mbappé endaði á skoti Neymar, í Lindelöf og út til hliðar, Neymar var mættur á markteigshornið og skaut framhjá De Gea. Frekar einfalt og auðvelt fyrir Parísarliðið.
Hádegis leikur í Guttagarði
Á morgun skella okkar menn sér í rútuferð yfir til Liverpool og spila við Everton á Goodison Park. Aðeins tveimur og hálfum sólarhring eftir afhroðið í Istanbul og langt ferðalag. Þar þurfa okkar menn að hysja upp um sig og sýna hvað í þeim býr og ná í sigur ef ekki á að sturta ný höfnu tímabili í úrvalsdeildinni algjörlega niður. Fimtánda sæti og sjö stig eftir sex spilaða leiki er langt frá því að vera ásættanlegt. Það verður hinsvegar við ramman reip að draga þar sem bláliðar í Guttagarði hafa staðið sig mjög vel í byrjun tímabilsins en fatast flugið þó í síðustu leikjum. Carlo Ancelotti fékk að rífa upp veskið í sumar og setja en meira sitt handbragð á liðið sem virðist hafa gengið upp með fínum árangri það sem af er. Ekki hefur gengið vel gegn Everton síðustu þrjú skipti sem við höfum mætt þeim, tvö 1-1 jafntefli og svo 4-0 rasskelling. Ole þarf að ná í þrjú stig og fá góða framviðstöðu frá leikmönnum sínum. Ef ekki, þá mun orðrómur um brottrekstur verða en hærri heldur en nú er.
Djöflavarpið 82. þáttur – Þetta Demba Ba mark
Maggi, Daníel, Lúkas og Halldór settust niður og fóru ítarlega yfir tapleikina gegn Arsenal og Istanbul Başakşehir. Meðal annars efnis var óstöðugleiki liðsins, frammistöður Paul Pogba og einnig var farið yfir fréttir og slúður sem tengist liðinu.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Meistaradeildin heldur áfram að rúlla
Þá er komið að þriðju umferð í H riðli Meistaradeildarinnar þar sem tyrknesku meistararnir í Istanbul Başakşehir taka á móti Rauðu djöflunum heima í Tyrklandi. United trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga og +6 í markatölu eftir glæsilega sigra á PSG og RB Leipzig en Meistaradeildin virðist vera eini vígvöllurinn sem hentar United þessa stundina. Mótherjinn er sá sem á pappír gæti virst auðveldasta viðureignin en það hafa einmitt reynst erfiðustu bitarnir fyrir Ole Gunnar Solskjær og hans menn. Hvort þeim norska reynist erfitt að peppa menn upp í minni leikina eða leikmenn einfaldlega séu að ofmetnast/vanmeta andstæðinginn er álitamál en hitt er næsta öruggt að enginn leikur getur lengur talist skyldusigur fyrir United eins og liðið er að spila í dag.