Fyrir þennan leik blés svo sannarlega ekki byrlega fyrir Manchester United. Meiðsli, leikbann, tap á bakinu eftir heimaleikinn og á leið á útivöll sem hefur verið einn sá erfiðasti í Evrópu á síðustu árum. En ef það er einhver sem kann að snúa tapstöðu í sigur þá er það Ole Gunnar Solskjær. Og það sem meira er, hann virðist hafa kennt liðinu það.
Þegar byrjunarliðið var tilkynnt bjuggust flestir við að Solskjær ætlaði að láta liðið spila 3-5-2 eða 5-3-2. Þannig varð það þó ekki heldur kom Solskjær nokkuð á óvart með því að stilla upp í 4-4-fokking-2. Svona var byrjunarliðið: