Eins og við fórum yfir í nýjasta þættinum af Djöflavarpinu, sem kom út í byrjun vikunnar, þá hefur liðinu okkar gengið helvíti vel síðasta mánuð. Gengið hefur verið fullkomið hvað úrslit snertir, sjö sigrar í sjö leikjum. Raunar er það svo að strákarnir hans Solskjærs hafa ekki einu sinni lent undir síðan hann tók við liðinu. Aðeins einu sinni hefur liðið haldið inn í leikhlé án þess að hafa náð forskoti. United hefur unnið 10 hálfleika af 14 síðan Norðmaðurinn fljúgandi tók við liðinu, seinni hálfleikurinn gegn Brighton er eini hálfleikurinn sem liðið hefur tapað síðan stjóraskiptin áttu sér stað, rétt eftir miðjan desember. Liðið hefur líka komið sér aftur í bullandi Meistaradeildarsætisbaráttu í deildinni og er komið í 4. umferð enska bikarsins þar sem andstæðingurinn er einn af hörðustu erkifjendum okkar manna frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Það verður alvöru áskorun að takast á við Arsenal á erfiðum útivelli. Við hljótum að hlakka til að sjá hvað Solskjær og þjálfarateymið ætla að bjóða okkur upp á í þeim leik.
Ole Gunnar Solskjær
Djöflavarpið 69. þáttur – Ole, Ole, Ole, Ole!
Maggi, Friðrik og Björn settust niður og töluðu um Ole Gunnar Solskjær.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Stóra prófraunin – Tottenham á Wembley á morgun
Það má hugsa sér það þessi auðvelda, á pappírnum, byrjun Ole Gunnar Solskjær með Manchester United hafi verið úthugsuð, ekki einasta hafi Mourinho verið rekinn á þessum tímapunkti vegna frammistöðunnar gegn Liverpool, heldur hafi eigendur og Woodward horft á planið og hugsað hvernig staðan væri ef liðið færi í gegnum jól og áramót og næði fimm sigrum, að hætti og Mourinho og hann væri þá órekanlegur.
Manchester United 3:1 Huddersfield Town
Fyrir leik bárust þær fréttir að Anthony Martial væri ekki einu sinni í leikmannahópnum fyrir þennan leik. Af gömlum vana fóru einhvers staðar í gang vangaveltur um mögulegt ósætti en skýringin reyndist vera að Martial hafði veikst um jólin. Solskjær sagðist þó bjartsýnn á það að hann yrði búinn að jafna sig fyrir leikinn gegn Bournemouth um helgina.
Solskjær gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu og gaf hinum unga og bráðefnilega Angel Gomes tækifæri til að upplifa aðalliðsbolta með því að setjast á bekkinn. Byrjunarlið Manchester United í leiknum var svona:
Annar leikur Óla
Ole Gunnar Solskjær kann að gleðja stuðningsfólk Manchester United. Hann hefur mikla og góða reynslu af því og virðist ætla að halda því áfram sem knattspyrnustjóri. Fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn var einhver skemmtilegasti og besti leikur sem liðið hefur spilað frá því að besti knattspyrnustjóri allra tíma hætti störfum. Megi þessi skemmtun halda áfram sem lengst.