Rostov 1:1 Manchester United
Fyrir leikinn talaði ég um að ég myndi glaður þiggja steindautt, markalaust jafntefli ef það þýddi að allir leikmenn kæmust meiðslalausir frá þessum leik. Aðstæðurnar voru vægast sagt ömurlegar og varla boðlegar fyrir leik í svona keppni. Enda fór það svo að leikurinn var ekki skemmtilegur áhorfs. En Manchester United náði útivallarmarki og komst meiðslalaust frá leiknum eftir því sem við best vitum. Það verður að teljast gott í ljósi aðstæðna.