Í kvöld fór fram síðari viðureign Manchesterliðanna í deildarbikarnum en brekkan var ansi brött eftir 1-3 tap á heimavelli. Ljóst var að United þurfi að eiga frábæran leik til að eiga möguleika á að snúa við taflinu en Ole Gunnar Solskjær gat því miður ekki stillt upp sínu sterkasta liði. Hann stillti því upp í 5-3-2 með Luke Shaw í þriggja manna miðvarðarlínu og Williams og Wan-Bissaka í vængbakvarðarstöðum en þó líklega aftar á vellinum en gegn Tranmere um helgina.
Pep Guardiola
Djöflavarpið 56.þáttur – Mun José klára tímabilið?
Maggi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir spána fyrir tímabilið, ræddu aðeins um liðin í kringum okkur. Einnig var farið í gott spjall um stjórann og af hverju það mistókst að styrkja liðið eins og José vildi.
Einnig viljum við heyra ykkar álit þannig að endilega kommentið við þessa færslu.
Minnum á upphitunina fyrir Fulham leikinn í kvöld!
Leiðrétt stöðutafla
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Djöflavarpið 51.þáttur – Swansea, Man City og Anthony Martial
Maggi, Tryggvi, Runólfur og Halldór settust niður og fóru yfir leikina gegn Swansea og Manchester City. Orðrómurinn um brottför Anthony Martial var einnig ræddur.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Stór leikur í lítilli keppni – Manchester City kemur aftur í heimsókn
Klukkan 19:00 annað kvöld fer fram óvenju þýðingarmikill leikur í annars heldur þýðingarlítilli keppni þegar nágrannarnir í Manchester City koma í heimsókn á Old Trafford. Þótt báðum liðum sé líklega nokk sama um EFL bikarinn sem slíkan þá munu þau samt koma inn í þennan leik í leit að langþráðum sigri. Stjórarnir eru undir pressu, leikmenn þurfa að stíga upp, það hefur verið að safnast upp pirringur meðal stuðningsmanna liðanna, blöðin hafa kjamsað á óförum síðustu vikna (reyndar töluvert meira United megin) og hlátrasköll stuðningsmanna annarra liða, sem velta sér upp úr hæðnisfullri Þórðargleði, bergmála í eyrunum. Nú er tíminn til að draga fram sokkaskúffurnar og korktappana, nú er tíminn til að byrja að svara almennilega fyrir sig. Það er komið að næsta stóra prófi Manchester United, endurtektarprófi gegn ljósbláklæddum leikmönnum Pep Guardiola. Bring it on!
Grannaslagur eða stjóraslagur? Manchester City í heimsókn.
Loksins, loksins, loksins, loksins.
Það er grannaslagur á morgun, og ólíkt síðustu þremur árum þá er það grannaslagur sem skiptir öllu máli!
Fyrir sex mánuðum síðan fór United í heimsókn til City og Tryggvi eyddi upphituninni í að ræða mál Louis van Gaal. Í sjálfum leiknum var Marcus Rashford enn og aftur stjarnan, skoraði 250. mark United í grannaslag og tryggði United 1-0 sigur og kom liðinu upp í… sjötta sætið. City sat þá hins vegar í fjórða sæti.