Annað kvöld hefjast 32- liða úrslit Evrópudeildarinnar. Mótherji Manchester United er franska liðið Association Sportive de Saint-Étienne Loire eða St. Etienne í daglegu máli. St. Etienne hefur undanfarin ár verið í topphluta frönsku deildarinnar og tekið reglulega þátt í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hefur orðið franskur meistari 10 sinnum og 6 sinnum orðið bikarmeistari. Besti árangur frakkanna í evrópukeppni var að lenda í 2.sæti í Evrópukeppni meistaraliða sem er forveri Meistaradeildarinnar tímabilið 1975-1976.
Phil Jones
Podkast Rauðu djöflanna – 30. þáttur
Maggi, Halldór, Björn Friðgeir og Sigurjón komu saman að þessu sinni og ræddu spilamennsku United undanfarið, stöðuna hjá Morgan Schneiderlin og leikinn framundan gegn Liverpool.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
West Ham United 0:2 Manchester United
Manchester United byrjaði 2017 eins og það endaði 2016, með sigri. Það má eflaust tala um þægilegan 2-0 sigur enda var liðið manni fleiri í 75 mínútur. Samt sem áður þurfti David De Gea að taka nokkrum sinnum á honum stóra sínum. Juan Mata og Zlatan Ibrahimovic skoruðu mörkin í dag þar sem Mike Dean ákvað samt að stela fyrirsögnunum.
Byrjunarliðið kom mögulega á óvart en Anthony Martial var bekkjaður eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik. Hins vegar er hann í litlu sem engu leikformi og því hefur José Mourinho ákveðið að setja hann á bekkinn. Í hans stað kom Jesse Lingard í byrjunarliðið en hann heillaði því miður lítið í dag. Byrjunarliðið var eftirfarandi:
Hver er leikmaður nóvembermánaðar- kosning
[poll id=“21″]
Leikir Manchester United í nóvember
3. nóvember – Fenerbahce 2:1 Manchester United – Evrópudeildin
6. nóvember – Swansea 1:3 Manchester United – Enska úrvalsdeildin
19. nóvember – Manchester United 1:1 Arsenal – Enska úrvalsdeildin
24. nóvember – Manchester United 4:0 Feyenoord – Evrópudeildin
27. nóvember – Manchester United 1:1 West Ham – Enska úrvalsdeildin