Í gær bauð United 30 milljónir evra, eða um 26m punda, í Cesc Fàbregas hjá Barcelona. Það er ekki hægt annað að vera skeptískur enda eru það ansi margir („Heldur áfram þangað til allir ársmiðar seljast“ er það sem oft heyrist á sumrin, og ekki bara hjá United).
Það sem mælir gegn því að þetta gerist virðist vera margt. Upphæðin er ekkert ofurhá, Cesc er hjá draumaliðinu sínu, Barcelona er nýbúið að missa ungan miðjumann sem ég man ekki hvað heitir, og Arsenal á einhvers konar forkaupsrétt.