Manchester United byrjar 2017 á heimsókn til West Ham United í Lundúnum. West Ham leikur nú á nýjum velli, hefur sagt skilið við Upton Park, sem þeir kvöddu einmitt með leik gegn United í vor. Nú er leikið á Ólympíuleikvanginum í London og sýnist víst sitt hverjum um þann völl og stemminguna. Hamrarnir hafa átt misjöfnu gengi að fagna í vetur en það var aðeins í lok nóvember sem liðin mættust tvisvar með skömmu millibili. Náði West Ham í stig á Old Trafford en töpuðu svo 4-1 í Deildarbikarnum aðeins nokkrum dögum síðar. Vonandi verður okkar United í sama gír og þá þegar liðin mætast á morgun.
Premier League
Manchester United 2:0 Crystal Palace
Nokkuð þægilegur 2-0 sigur á Crystal Palace í kvöld.
Liðið sem hóf leik var eftirfarandi;
1
De Gea
36
Darmian
17
Blind
12
Smalling
25
Valencia
35
Lingard
28
Schneiderlin
9
Martial
10
Rooney
8
Mata
39
Rashford
Bekkurinn; Romero, Fosu-Mensah, Rojo, Young, Fellaini (’77), Herrera (’71) og Memphis (´64 mín).
Það fyrsta sem maður tók eftir þegar leikurinn byrjaði var að stúkan var hálftóm. Að sama skapi var augljóst að Morgan Schneiderlin var í rauninni eini djúpi miðjumaður United í fyrri hálfleik. Fyrir framan hann voru svo Juan Mata og Wayne Rooney, á vængjunum voru svo Anthony Martial og Jesse Lingard.