Fjórar breytingar voru gerðar á liði United frá leiknum gegn Watford um helgina. Jones og Herrera eru meiddir og Young og Mata voru settir á bekkinn, Darmian og Rojo komu í bakvarðastöðurnar og Blind færðist í miðvörðinn, Rooney fór í holuna, og Martial fremstur.
Varamenn: Romero, McNair, Young, Fellaini, Mata, Pereira, Wilson.
Lið PSV:
Ýmsir sáu margt gott í Watford leiknum, meiri tilfærslu leikmanna og meiri hraða en oft áður. Leikurinn byrjaði enda þokkalega, United sótti af krafti frá fyrstu mínútu, PSV lá til baka og leyfði sóknir United. Þá sjaldan PSV fékk boltann leyfði United afskaplega lítið og voru fyrir vikið miklum mun meira með boltan. Ekki er samt hægt að segja að mikið hafi verið um færi fyrstu tuttugu mínúturnar, en þó var boltinn að koma inn á teiginn oftar en verið hefur og á 22. mínútu endaði góð sókn hjá Jesse Lingard sem náði ekki nógu góðri fyrstu snertingu með nóg pláss í teignum. Þetta lofaði sem sé allt góðu, hreyfingin á mönnum var mjög fín og sérstaklega var Lingard út um allt að vinna í boltanum.