Ole Gunnar Solskjær hefur greinilega verið sammála upphitun minni í gær og skellt Varane og Sancho inn í liðið og tekið Matic af miðjunni. Sennilega voru þessar breytingar það augljósar að þær lágu í augum uppi fyrir hvern sem er sem sá leikinn gegn Southampton. Frábært að fá að sjá Varane loksins í actioni í United treyjuni sem í dag var ljósblá og hvít í retro stíl. Það sem vakti kannski hvað mest athygli var að Pogba var kominn inn á miðja miðjuna þrátt fyrir frábærar framviðstöður á vinstri kantinum í upphafi tímabils. Í hans stað kom Daniel James á kantinn. Cavani var svo kominn á bekkinn og þar að leiðandi í fyrsta skipti í hóp á tímabilinu. Varð þá endanlega staðfest að Ronaldo mun ekki klæðast treyju númer 7 á þessu tímabili þar sem Cavani var skráður með það númer í þessum leik.
Raphaël Varane
United mæta dýrlingunum
Næsti deildarleikur Manchester United fer fram á morgun en þá heldur liðið suður með sjó og mætir á Saint Mary’s völlinn í Southampton. Eftir griðarlega skemmtilegan og sterkan 5-1 heimasigur gegn Leeds undir stjórn Marcelo Bielsa situr United á toppi deildarinnar (þó einungis eftir einn leik) og má gera ráð fyrir því að þau úrslit hafi ekki gert neitt nema aukið sjálfstraust liðsins. Raphael Varane var kynntur fyrir leikinn og reif upp stemminguna fyrir leik og Jadon Sancho fékk örfáar mínútur og var nálægt því að fagna þeim mínútum með stoðsendingu en nánari úttekt á leiknum var tekin fyrir í síðasta Djöflavarpi vikunnar.
Djöflavarpið 104.þáttur – Ágætis byrjun
Maggi, Dóri, Steini og Frikki settust niður og fóru ítarlega yfir stórsigurinn gegn Leeds Utd, félagaskiptagluggann hingað til og hituðu létt upp fyrir leikinn gegn Southampton á sunnudaginn.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 5:1 Leeds United
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar og verður í eða nálægt toppsætinu eftir umferðina eftir stórgóðan 5-1 sigur á erkifjendunum í Leeds United.
Paul Pogba stjórnaði umferðinni og gaf fjórar stoðsendingar á meðan Bruno Fernanes skoraði 3 mörk (merkilegt nokk þá var ekki eitt þeirra úr víti). Pogba var svo góður að hann gat m.a.s. látið Fred skora.
Raphaël Varane verður leikmaður Manchester United
Þegar Raphaël Varane verður búinn að gangast undir læknisskoððun verður hann staðfestur sem leikmaður Manchester United
𝗕𝗼𝗻𝘀𝗼𝗶𝗿, 𝗥𝗲𝗱𝘀 👋
We have agreed a deal in principle for the transfer of @RaphaelVarane to United! 🔴⚪️⚫️#MUFC
— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2021