Það var gaman að sjá Own Goal mæta hressan til leiks í kvöld. Hann skoraði ófá mörkin fyrir okkur um árið.
Þessi sigur var sanngjarn, vægast sagt. Liðið spilaði mjög vel og ekki síst vörnin. Evans og Jones voru alveg með þetta og spurningin er hvenær en ekki hvort þeir muni verða miðvarðarpar númer eitt. Sociedad áttu engin alvöru færi, mestallt voru skottilraunir utan af velli sem besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar átti ekki í vandræðum með.