Fólkið hefur mælt og Robin van Persie er leikmaður ágúst hjá Rauðu djöflunum
[poll id=“8″]
Björn Friðgeir skrifaði þann | Engin ummæli
Fólkið hefur mælt og Robin van Persie er leikmaður ágúst hjá Rauðu djöflunum
[poll id=“8″]
Magnús Þór skrifaði þann | 1 ummæli
Robin van Persie er leikmaður mánaðarins á Rauðu djöflunum. Van Persie hlaut yfirburðarkosningu hér síðunni eða um 70% atkvæða.
Margir höfðu efasemdir þegar upp kom að Alex Ferguson væri á eftir fyrirliða Arsenal enda var það trú manna að framherji væri ekki það sem liðið vantaði heldur herforingi á miðjuna.
Arsenal menn reyndu að sannfæra sjálfa sig um að þeir hefðu grætt á viðskiptunum enda þykir nokkuð gott að fá 22 milljón pund fyrir 29 ára leikmann á síðasta ári á samningi. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 31 ummæli
Það væri ekki United ef ekki væri einhver óvænt í uppstillingunni. Ferdinand kominn aftur og þeir Vidic léku saman í fyrsta skipti síðan í desember.
Welbeck inn á kantinn kom ekki sérstaklega á óvart, en það sem kom á óvart var að de Gea var refsað fyrir mistökin sem leiddu til seinna marks Fulham um daginn, mistök sem voru reyndar klárt sóknarbrot fannst mér.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Vidic Evra Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | Engin ummæli
Í fyrsta skipti síðan Rio Ferdinand kom til liðsins 2002 kaupir United leikmann sem á án nokkurs vafa að smella beint inn í hópinn. Þegar Berbatov kom voru fyrir Tevez, Rooney og Ronaldo og Dimi kom inn í baráttu um stöður. Það er hins vegar deginum ljósara að Robin van Persie mun spila hvenær sem hann er heill.
Það þarf ekki að ræða það í löngu máli að í nokkur ár hafa flestir stuðningsmenn verið sammála um að það vanti sterkan jaxl á miðjuna, en hvað sem tautar og raular er Sir Alex ekki sammála því og þess vegna þýðir lítið að vera að ræða hvaða menn við vildum frekar sjá en Van Persie. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!