Annað kvöld leika okkar menn gegn Rómverjum í seinni viðureign þessara liða í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Líkt og gegn Real Sociedad og Granada fyrr í þessari keppni er seinni leikurinn algjört formsatriði eftir að hafa náð í ansi góð úrslit í fyrri viðureigninni. Aðeins hefur einvígið gegn AC Milan verið spennandi í seinni leiknum. Eftir 6-2 sigur í síðustu viku gegn Rómverjum og óvænt frí um síðustu helgi ættu okkar menn að vera ansi vel hvíldir og tilbúnir í að klára verkefnið. Með því að klára þessa rimmu þá er liðið í fyrsta skipti komið í ÚRSLITALEIK undir stjórn Ole Gunnars eftir margar óárangursríkar tilraunir hingað til.
Roma
AS Roma 2:3 Manchester United
Liðið leit svona út í fyrri hálfleik
Johnstone
Jones Evans Blackett
Valencia Cleverley© Mata Herrera James
Welbeck Rooney
Roma liðið: Skorupski; Calabresi, Benatia, Romagnoli, Emanuelson; Uçan, Keita, Paredes; Iturbe, Destro, Florenzi
Leikurinn var varla mínútu gamall þegar löng sending kom inn fyrir vörn United, Destro stakk Blackett og Evans af, vippaði yfir lélegt úthlaup Johnstone, boltinn skoppaði inn í markteig og á einhvern ótrúlegan hátt var skoppið nógu mikið til þess að boltinn fór yfir slána. Gríðar vel sloppið þar. Roma pressaði áfram og Destro átti fljótlega aðra tilraun, beint yfir í þetta skiptið.
AS Roma í Denver.
United er komið til Denver
Hm. Vitlaus Denver. En við þekkjum lagið.
Í kvöld mætum við svo AS Roma í fyrsta leik Guinness International Champions Cup, enn einni tilrauninni til að gera fótbolta vinsælan í Bandaríkjunum með að flytja inn vinsæl lið. Og selja nokkrar treyjur. Leikið verður á Íþróttavörubúðarvellinum í Denver, 76 þúsund manna velli í 1600 metra hæð. Skv. alnetinu er enn hægt að fá miða á leikinn, en það er víst of seint að koma sér til Denver. Eftir að hafa rústað meðalslöku liði LA Galaxy sem hefði gefið einhverjum hugmyndir um að skreppa á næsta leik, má búast við erfiðari raun í kvöld.