José Mourinho sá ekki frekar en stuðningsmenn United ástæðu til að breyta liðinu sem rústaði West Ham um síðustu helgi en það var Swansea sem sótti í byrjun. Fyrstu tilraunir þeirra voru stöðvaðar en á þriðju mínútu kom boltinn upp vinstra megin, Bailly hreinsaði beint í Ayew sem komst í gegn og alla leið inn í teig, De Gea fór út og bjóst við fyrirgjöf en Ayew vippaði boltanum framhjá honum og í slána. Stálheppnir þar United. Strax á næstu mínútu kom Lukaku í sókn, reyndi að renna boltanum á Rashford en vörnin blokkaði og viðstöðulaust skot Lukaku fór síðan framhjá.
Romelu Lukaku
Manchester United 4:0 West Ham United
Enska úrvalsdeildin hófst með látum þessa helgina. Við vorum búin að sjá flotta leiki, mikið af mörkum, óvænt úrslit og mikla baráttu þegar kom að okkar mönnum í lokaleik umferðarinnar. Sá leikur olli okkur nákvæmlega engum vonbrigðum.
West Ham United var eitt af liðunum sem mætti á Old Trafford í fyrra og tók jafntefli með sér eftir leik þar sem United skapaði sér færi en náði ekki að nýta þau.
Djöflavarpið 41. þáttur – Sumarkaupin rædd og hitað upp fyrir Real Madrid
Maggi, Björn, Halldór, og Tryggvi settust niður og ræddu kaup sumarsins. Einnig var hitað upp fyrir leikinn gegn Real Madrid og rætt um hvaða leikmenn gætu komið áður en glugginn lokar.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Vålerenga 0:3 Manchester United
Eftir kvöld- og næturvaktir við að fylgjast með Manchester United spila æfingaleiki í Bandaríkjunum var fínt að fá seinnipartsleik á sunnudegi. Vålerenga er í 7. sæti norsku úrvalsdeildarinnar eftir 16 umferðir af 30. Liðið spilaði síðast 17. júlí í norsku deildinni og á næsta leik 7. ágúst. Vålerenga er því á miðju tímabili en samt búið að vera í smá sumarpásu frá deildarkeppninni.
Real Salt Lake 1:2 Manchester United
Manchester United spilaði í nótt annan leikinn sinn á þessu undirbúningstímabili. Liðið hafði fært sig frá Los Angeles yfir til Utah þar sem Real Salt Lake var heimsótt á Rio Tinto leikvanginn. Fyrirfram var vitað að þetta yrði sögulegur leikur af tveimur ástæðum, annars vegar var þetta fyrsti leikur liðsins í Utah og hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Manchester United spilaði í nýju varabúningunum.