Maggi, Bjössi og Ragnar settust niður og ræddu brottför Cristiano Ronaldo og það tíðindi að Glazer fjölskyldan sé loksins tilbúin til að hlusta á tilboð í klúbbinn.
Magnús Þór skrifaði þann | 6 ummæli
Maggi, Bjössi og Ragnar settust niður og ræddu brottför Cristiano Ronaldo og það tíðindi að Glazer fjölskyldan sé loksins tilbúin til að hlusta á tilboð í klúbbinn.
Málshátturinn segir að „litlu verði Vöggur feginn.“ Manchester United verðskuldaði vart stig í kvöld en eftir tvö hrikalega ósigra í röð er stigið velkomið í baráttunni um að slefa inn í Evrópukeppni. Jöfnunarmarkið á líka heima í samantekt yfir það besta frá liðinu í vetur – þótt samkeppnin þar sé ekki hörð.
Halldór Marteins skrifaði þann | 8 ummæli
Manchester United vann mikilvægan sigur í baráttunni um fjórða sætið þegar Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-2 sigri á Tottenham Hotspur á Old Trafford. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur með alls konar færum og misvafasömum atvikum. Nú er bara að halda áfram á þessari braut og vonandi að Arsenal fari að tapa einhverjum stigum líka.
Dómari leiksins var Jonathan Moss. Lesa meira
Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann | 1 ummæli
Þá er komið að fyrsta leik Manchester United á árinu 2022. Við eigum fjóra leiki í janúar og þrír þeirra eru heimaleikir sem verður að teljast ágætt í ljósi þess að útivallargengi liðsins er ekki það sama og það var í fyrra. Á morgun mæta Úlfarnir hans Bruno Lage í heimsókn á Old Trafford en þessi 45 ára gamli portúgali tók við af Nuno Espirito Santo í júní á síðasta ári. Lesa meira
Halldór Marteins skrifaði þann | 2 ummæli
Besti knattspyrnustjóri allra tíma, Sir Alex Ferguson, fagnar 80 ára afmæli sínu á morgun, gamlársdag. Hann var mættur á leikinn og fékk sérstakar heiðursmóttökur í stúkunni og fína frammistöðu leikmanna inni á vellinum. Það vantar enn sitthvað upp á að liðið nái þeim hæðum sem það gerði undir stjórn Skotans en það voru þó allavega fínir sprettir í þessum leik og heilt yfir örugg frammistaða sem innihélt 3 United-mörk og 3 stig fyrir Manchester United. Gott að klára árið á þessu og vonandi fínt nesti inn í nýja árið. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!