Flottur 3-2 sigur á Arsenal leit dagsins ljós í síðasta leik Michael Carrick að sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United.
Michael Carrick eða Ralf Rangnick eða hver svo sem það var stillti upp í hið klassíska 4-2-3-1 leikkerfið í leiknum í kvöld. Eina sem hægt væri að telja sem óvænt í liðsvalinu miðað við þá uppstillingu var koma Diogo Dalot inn í hægri bakvarðarstöðuna, en svo virðist vera að Wan-Bissaka sé meiddur þar sem hann var ekki einu sinni á bekknum. Fyrsti byrjunarliðs leikur Dalot í ensku úrvalsdeildinni síðan í október 2019.