Evrópudeildin

Evrópuleikur í Rússlandi á morgun

Eftir hæðir og lægðir síðustu daga er komið að næsta leik, 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast á Olimp-2 vellinum í rússneska hafnarbænum Rostov-on-Don. Í beinni loftlínu eru 3.019 km á milli heimavalla Manchester United og FC Rostov. Þetta er ekki skemmtilegasta ferðalagið sem Manchester United hefði getað fengið en andstæðingurinn hefði getað verið mun erfiðari. Þó borgar sig ekki að vanmeta Rússana. Manchester United hefur líka sýnt það í vetur að auðveldur leikur á blaði þarf ekki að þýða að hann verði auðveldur þegar á grasið er komið. Lesa meira