Eftir afar svekkjandi tap gegn Chelsea í bikarkeppninni á mánudaginn er það kærkomið að fá næsta bikarleik bara beint í andlitið. Rússarnir í FC Rostov eru á leið til Manchester í síðari viðureign félagins við okkar menn í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leik liðanna fyrir rétt tæpri viku. United stendur ágætlega að vígi enda erum við með eitt stykki útivallarmark í pokahorninu í boði Henrikh Mkhitaryan. Það er mikilvægur leikur framundan enda veðrður að segjast eins og er að Meistaradeildarsætið sem er í boði fyrir sigur í Evrópudeildinni sé raunhæfasta leið okkar aftur inn í Meistaradeildina, um það er maður ansi hræddur, í það minnsta.