Loksins kemur að United að fái aftur að taka þátt í hinni frábæru Evrópudeild sem liðið vann svo eftirminnilega vorið 2017. Við fögnum því með að taka á móti „Rúnari Má og félögum“ eða Astana FC eins og liðið heitir utan Íslands.
Astana eru meistarar síðustu fimm ára í Kasakstan en eru í þriðja sæti í deildinni í dag, fimm stigum á eftir efsta liðinu. Það getur þó staðið til bóta því liðið á tvo leiki til góða. Liðið er því sigurvant. Þetta er fjórða árið í röð sem liðið hefur komist í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, árið þar áður var það í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það er því nóg af Evrópureynslu þarna. Það er þó ekki útivallarárangur sem hefur gert Astana gott, mun frekar sterkur heimavöllur, sem við tökum nánar fyrir þegar þar að kemur.