Eftir 29 ár í herbúðum félagsins, sem leikmaður og þjálfari, hefur Ryan Giggs ákveðið að kalla þetta gott. Þó svo að engin yfirlýsing sé komin frá félaginu þá kemur þetta fram á vef BBC nú í dag.
Það virðist sem ráðning Jose Mourinho sé stór áhrifavaldur en með komu hans þá virðist sem Giggs missi stöðu sína sem aðstoðarþjálfari ásamt því að hugmyndin um að hann myndi taka við liðinu þegar Louis Van Gaal myndi hætta virðist hafa fokið út um gluggann.