Loksins jákvæð knattspyrnuhelgi fyrir okkur United-stuðningsmenn. Það var alveg frábært að að sjá Ryan Giggs stýra liðinu til sigurs í leiknum gegn Norwich og í kjölfarið hefur maður séð álitsgjafa tala og skrifa um að hann ætti að taka við liðinu til frambúðar. Eins og það væri nú alveg gjörsamlega fullkomið að hafa sigursælasta, leikjahæsta og besta leikmann í sögu félagsins stýra skipinu þá er auðvitað það of snemmt. Við vitum ekkert um hann sem stjóra og það verður erfitt að dæma hann af þessum þremur leikjum sem eftir eru, þeir skipta jú auðvitað engu máli og pressan er engin.
Ryan Giggs
Manchester United 4 : 0 Norwich City
Þessum leik var beðið með mikilli eftirvæntingu vægast sagt. Það er líklega enginn Manchester United maður jafn dáður og Ryan Giggs. Maðurinn er goðsögn og er lifandi dæmi um allt það sem Manchester United stendur fyrir. Á blaðamannafundinum í gær talaði hann mikið um að láta liðið leika meira eins og United á að gera. Hann var líka ekki lengi að sækja Paul Scholes í þjálfarateymið og það gladdi alla stuðningsmenn.
United tekur á móti Norwich í fyrsta leik Giggs sem stjóri
Í sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Manchester United byrjaði Ryan Giggs á því að þakka David Moyes fyrir að hafa gefið sér sitt fyrsta tækifæri í þjálfun og og minntist á hvað hann væri stoltur að stýra Manchester United í þeim leikjum sem eftir eru. Hann talaði einnig um það að snúa aftur til United-hugmyndafræðinnar þar sem leikið er af ástríðu og hugrekki og þar sem leikmenn njóta sín á vellinum. Honum er mikið í mun að gefa aðdáendum eitthvað til að brosa yfir í þessum 4 leikjum sem eftir eru. Giggs segir að hjá sér sé sama tilhlökkun og sem leikmaður til næsta leiks og leikmenn hafi staðið sig vel á æfingum og séu einnig spenntir fyrir leiknum á morgun.
Stjóralausir djöflar lesa
Nú streyma inn á alnetið greinar um hitt og þetta tengt stjóraleitinni hjá United. Við tókum saman þær helstu:
Traustvekjandi fréttir frá Manchester Evening News. Þó að þjálfarar eins og Klopp og Guardiola hafi sagt að þeir ætli að vera áfram hjá sínum félögum ætli stjórn United ekki að gefast upp á þeim þrátt fyrir það. Jafnframt mun Sir Alex Ferguson taka virkan þátt í því að finna næsta stjóra Manchester United ásamt því að Glazerarnir virðast vera að fara að mæta á svæðið til þess að taka þátt í stjóraleitinni. Er ekki hægt að gera einhvern raunveruleikaþátt úr þessu?
Hver tekur við af David Moyes?
Allir helstu miðlar Bretlandseyja hafa birt einhverjar vangaveltur um hver verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Í gærkvöldi greindu bæði The Guardian og The Telegraph frá því að þrír stjórar væru á listanum: Carlo Ancelotti, Louis van Gaal og Diego Simeone, því miður virðist Jürgen Klopp vera staðráðinn í því að halda áfram með Dortmund, í bili. Þá var jafnframt greint frá því að Sirarnir Alex Ferguson og Bobby Charlton myndu fá að koma að ráðningu nýs stjóra en lokaákvörðunin yrðu alfarið í höndum Ed Woodward, Yfiraðstoðarvaraformanns stjórnar United. Þeir blaðamenn sem birta þessar greinar, Daniel Taylor og Mark Ogden eru einna áreiðanlegastir þegar kemur að United og ljóst að þeir fá þessar upplýsingar beint frá einhverjum aðilum innan klúbbsins.