Ekki nóg með það að hafi verið verulega furðulegt að sjá United eiga fríhelgi í deildinni núna um helgina þá er það auðvitað fullkomlega óþolandi að þurfa að fylgjast með einhverjum öðrum liðum vera að spila leikina sem ráða úrslitum í deildinni. Megi þetta aldrei gerast aftur.
En hvað um það, í dag eru akkúrat 15 ár síðan Ryan Giggs skoraði sitt besta mark á ferlinum og hélt þar með lífi í besta tímabili sem nokkurt lið á Englandi hefur átt þegar United varð fyrsta og eina liðið frá Englandi til þess að vinna deildina, FA-bikarinn og Meistaradeildina á sama tímabili. Ég er auðvitað að tala um draumatímabilið 1998/1999.