Besti knattspyrnustjóri allra tíma, Sir Alex Ferguson, fagnar 80 ára afmæli sínu á morgun, gamlársdag. Hann var mættur á leikinn og fékk sérstakar heiðursmóttökur í stúkunni og fína frammistöðu leikmanna inni á vellinum. Það vantar enn sitthvað upp á að liðið nái þeim hæðum sem það gerði undir stjórn Skotans en það voru þó allavega fínir sprettir í þessum leik og heilt yfir örugg frammistaða sem innihélt 3 United-mörk og 3 stig fyrir Manchester United. Gott að klára árið á þessu og vonandi fínt nesti inn í nýja árið.
Scott McTominay
Manchester United 1:0 West Ham
De Gea er heima í dag og Bruno á bekknum, en annars er þetta hörkusterkt lið og Amad fær að vera í hóp
Varamenn: Grant, Shaw, Tuanzebe, Shaw, Bruno, James, McTominay, Amad, Cavani
Lið West Ham
Þetta var allt frekar átakalaust fyrstu tíu mínúturnar, West Ham komst varla fram fyrir miðju, og boltinn kom varla inn í teig West Ham.
Loksins komst Martial inn í teiginn og var kominn í færi en Ogbonna komst vel fyrir skotið og vildi ekki betur til en að Martial steig óvart á ökkla Ogbonna og sá síðarnefndi þurfti að fara útaf, Issa Diop kom inn á
Rauðu djöflarnir halda til suðurs
Eftir langa og stranga baráttu við kanarífuglana í austurhlutanum á laugardaginn var er United komið áfram í undanúrslit bikarsins ásamt Manchester City, Arsenal og Chelsea.
United munu þar etja kappi við Chelsea og vonast til að vinna á í fjórða sinn á leiktíðinni en Chelsea telfdi fram mikið breyttu liði, rétt eins og United, þegar þeir báru sigur út býtum gegn Leicester City á meðan United þurfti framlengingu og mark frá Harry Maguire til að komast í undanúrslitin.
16 liða úrslit í Austurríki
Þá heldur United út til Austurríkis þar sem efsta lið deildarinnar LASK, eða Linzer Athletik-Sport-Klub, tekur á móti okkur. Leikurinn fer fram á Linzer Stadion, TGW Arena en vegna veirufaraldursins, sem eflaust hefur ekki farið framhjá neinum, verður leikið fyrir luktum dyrum í varúðarskyni.
Þessi leikur er fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir að United lagði Club Brugge af velli 1-6 samanlagt á meðan heimamenn í LASK lögðu AZ Alkmaar frá Hollandi í sömu umferð. Þó margir vilji meina að United hafi verið heppið með drátt en þá skyldi ekki vanmeta. Í riðlinum sínum lögðu þeim Rosenborg, PSV og Sporting nokkuð örugglega og hafa í raun unnið alla heimaleiki sína en einungis tapað einum útileik í Evrópudeildinni á þessari leiktíð en það var gegn Sporting í Portúgal.
Manchester United 5:0 Club Brugge
Í kvöld fór fram síðari viðureign United og Club Brugge eftir að liðin skildu jöfn 1-1 út í Belgíu. Liðið sem átti að koma United áfram var þannig skipað:
Varamenn: De Gea, Lindelöf, Matic, Lingard (’65), Martial, Greenwood (’72) og Chong (’45).
Gestirnir stilltu upp í 4-3-3.
Bekkur gestanna: Horvath, Mitrovic, Sobol, Diatta, De Ketelaere, Krmencik og Schrijvers