Þá er komið að því að Manchester United hefji Evrópukeppni á nýju ári þegar liðið heldur til Belgíu þar sem heimamenn í Club Brugge taka á móti okkur.
Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í 32 liða úrlitum en eins og mörgum íslendingum er kunnugt lék Eiður Smári Guðjohnsen með liðinu í eitt og hálft tímabil 2013-2014.
Club Brugge KV er eitt allra stærsta liðið í Belgíu en sem stendur er liðið á toppi deildarinnar þar sem liðið siglir lygnan sjó með níu stiga forskot á liðið í öðru sæti. Liðið hefur einungis tapað einum deildarleik á tímabilinu og virðist allt stefna í að liðið verði meistari þrátt fyrir að hafa gert þrjú jafntefli í síðustu sex deildarleikjum.