Eftir að United slefaði inn í undanúrslitin með torsóttum 1-0 sigri gegn baráttuglöðu liði FC Kaupmannahafnar er ljós að við tekur næsta skref og jafnframt það síðasta í áttina að úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Það verður gífurlega erfið viðureign við Sevilla sem upp á síðkastið má segja að hafi verið konungar Evrópudeildarinnar enda hafa þeir unnið keppnina fimm sinnum frá því 2006 og þrjú ár í röð einokuðu þeir titilinn (2014-2016).
Sevilla
Djöflavarpið 50.þáttur – Er José Mourinho algjörlega búinn að missa það?
Maggi, Tryggvi, Björn og Halldór settust niður og fórum yfir leikina frá sigrinum á Chelsea. Einnig voru mál þeirra Luke Shaw og Alexis Sánchez tekin fyrir. José Mourinho hefur verið mikið á milli tannanna hjá aðdáendum United og létum við spurningarnar ykkar ráða ferðinni þegar hann var ræddur.
PS: Þessi þáttur var tekinn upp mínútum áður en fréttir bárust af stofnun atvinnukvennaliði Manchester United og það verður klárlega tekið fyrir í næsta þætti.
Manchester United 1:2 Sevilla
Manchester United er úr leik í Meistaradeild Evrópu. Það er ljóst að allavega Manchester City og Liverpool komast lengra en Manchester United í keppninni í ár, af ensku liðunum. Fyrir tæpum þremur vikum kvörtuðu margir yfir því að markalaust jafntefli á útivelli væru slök úrslit. Öðrum fannst að úrslitin ættu að sleppa en frammistaðan væri áhyggjuefni. Síðan þá komu þrír góðir sigrar í deildinni, þar sem liðið vann m.a. bæði Chelsea og Liverpool með því að vera sterkari aðilinn inni á vellinum.
Úrslitin ráðast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar
Eftir markalausan fyrri leik í viðureign Manchester United og Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er komið að úrslitastundu. Manchester United verður að vinna þennan leik, það er ekkert annað sem gildir. Sevilla nægir jafntefli ef það koma mörk í leikinn og verði áfram markalaust til lengdar þá endar þetta í vítaspyrnukeppni.
Dómarinn í þessum leik verður Hollendingurinn Danny Makkelie og það verður flautað til leiks kl. 19:45 annað kvöld.
Djöflavarpið 49. þáttur – Er José Mourinho að eyðileggja Manchester United?
Maggi, Frikki, Björn og Halldór settust niður og ræddu leikina gegn Huddersfield, Sevilla og Chelsea, V.A.R., vetrarfrí, breytingar á Meistaradeild Evrópu og svo svöruðum við spurningum frá hlustendum.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: