FC Shakhtar Donetsk
Shakhtar eru Úkraínumeistarar, þeir hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í deild þeirra bestu. Fyrir utan Úkraínska leikmenn þá leikur mikill fjöldi Brasilíumanna með liðinu. Af þeim eru kannski Fred, Bernard, Luis Adriano og Douglas Costa þekktastir. Aðdáendur enska boltans muna kannski eftir króatíska brassanum Eduardo sem lék með Arsenal um árið, annar Króati, hinn öflugi Dario Srna leikur einnig með liðinu. Shakhtar unnu UEFA Cup árið 2009, áður en keppninni var breytt í Evrópudeildina (Europa League). Liðið hefur orðið meistari í heimalandinu 8 sinnum. Heimavöllur liðsins er Donbass Arena og tekur hann rúmlega 52.000 manns í sæti. Þjálfari liðsins er hinn rúmanski Mircea Lucescu sem einnig hefur þjálfað lið eins og Internazionale, Galatasaray, Besiktas og rúmenska landsliðið. Leikum gegn Shakhtar 2.október og 10.desember.