Nú er nýafstaðið landsleikjahlé og enski boltinn að byrja aftur. Okkar menn halda í austur og mæta botnliði Sheffield United á kvöldmatartíma á laugardagskvöldi. Það hefur gustað allverulega um klúbbinn í þessu landsleikjahléi með ofgnótt frétta um mögulega yfirtöku og öllu því tengdu en svo virðist sem sagan endalausa sé loks að taka enda. Farið var ítarlega yfir yfirtökuna í síðasta djöflavarpi.
Sheffield United
92. þáttur – Sigur og tap á Old Trafford – Lingard kvaddur (í bili)
Maggi og Daníel settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Liverpool og Sheffield United. Einnig var talað um rasísk skilaboð til Axel Tuanzebe og Anthony Martial, áhrif Darren Fletcher á frammistöðu Paul Pogba ásamt því að kveðja þá Jesse Lingard og Odion Ighalo og margt fleira.
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
87. þáttur – Látlaust og leiftrandi gegn Leeds
Maggi, Daníel og Þorsteinn settust niður og ræddu leikina gegn Manchester City, Sheffield United og Leeds. Góð staða kvennaliðs United var einnig til umræðu ásamt Amad Diallo sem gengur til liðs við United í janúar sem og mótherjar United í Evrópudeildinni, Real Sociedad.
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Sheffield United 3:3 Manchester United
Á Bramall Lane þar sem heimamenn í Sheffield United tóku á móti okkar mönnum var hörkustuð fyrir leik dagsins og heimamenn greinilega í miklu stuði. Heimamenn buðu upp á glæsilega ljósasýningu og dúndrandi hávaða frá pöllunum, alveg hreint til fyrirmyndar. Byrjunarliðið hjá Ole Gunnar Solskjær kom nokkuð á óvart.
Á bekknum voru þeir Grant, Mata, Lingard(’45), Garner, Greenwood(’73), Young og Tuanzebe(’85).
Barátta á Bramall Lane við nýliða Sheffield United
Eftir annars ágætis landsleikjahlé er röðin komin að ensku Úrvalsdeildinni á nýjan leik. 13. umferð tímabilsins er að hefjast og að þessu sinni ferðast Rauðu djöflarnir til Bramall Lane þar sem nýliðarnir í Sheffield United taka á móti okkur.
Sheffield situr öllum að óvörum í fimmta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir og er stigi á undan Manchester United með 17 stig, jafnmörg og Arsenal en með betri markatölu. Sá fótboltaspekingur sem hefði haldið því fram að á þessum tímapunkti í deildinni væri Sheffield United fyrir ofan bæði okkur og Arsenal hefði eflaust verið talinn búinn að missa vitið.