Louis van Gaal sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi að hann vildi sjá hópinn að störfum og hvernig hann gæti aðlagað sig að hugmyndum sínum um hvernig eigi að spila knattspyrnu áður en að félagið færi að kaupa nýja leikmann og losa sig við gamla. Hann hefur nú tekið nokkrar æfingar með liðinu og er væntanlega farinn að fá grófa mynd af því hvernig hlutirnir líta út. Menn hafa talað um hversu ánægðir þeir eru með van Gaal, bæði Wayne Rooney og Ed Woodward hafa talað um að þeir séu hrifnir af honum. Á aðfaranótt fimmtudags byrjar svo ballið þegar liðið spila við LA Galaxy í Los Angeles.
Shinji Kagawa
Manchester United 4:2 Bayer Leverkusen
Maður vissi ekki alveg við hverju maður átti að búast fyrir þennan leik. Síðustu ár hefur liðið verið steingelt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, satt best að segja var oft hundleiðinlegt að horfa á þá. Bætum því við að David Moyes hefur aldrei stýrt liði á þessu stigi knattspyrnu.
Þegar byrjunarliðið var hinsvegar birt var slegið á allan vafa og efa sem maður hafði fyrir þennan leik. Moyes stillti upp sterku byrjunarliði. Kagawa var frelsaður og fékk að byrja ásamt Fellaini. Maður fann bara á samfélagsmiðlunum eftir að liðið hafði verið birt að menn voru spenntir fyrir því að horfa á þennan leik. Byrjunarliðið var svona:
Shinji Kagawa: Kjarakaup eða eina sem við höfum efni á?
Flestir United stuðningsmenn hafa væntanlega einhvern pata af því að fjármál United eru ekki eins frjálsleg og margir myndu vilja. Nú, ef þú hefur ekki heyrt af því máttu bóka að við eigum eftir að skrifa eitthvað um það á næstunni.
Í þessari viku virðist vera frágengið að Eden Hazard sápuóperan er á enda, hann mun ganga til liðs við Chelsea. Kaupin eiga að kosta Chelsea 35 m. punda, 6 milljónir fara til umba Hazards og launin 180-200 þúsund pund á viku. Til fimm ára er þetta samtals pakki upp á 75 milljónir.