Þessi pistill er í óhefðbundnu lagi og fjallar um ástæðurnar fyrir slöppu gengi Manchester United á tímabilinu. Smelltu á myndina hér að neðan til þess að lesa hann.
Komdu svo aftur og taktu þátt í umræðunum.
Tryggvi Páll skrifaði þann | Engin ummæli
Þessi pistill er í óhefðbundnu lagi og fjallar um ástæðurnar fyrir slöppu gengi Manchester United á tímabilinu. Smelltu á myndina hér að neðan til þess að lesa hann.
Komdu svo aftur og taktu þátt í umræðunum.
Tryggvi Páll skrifaði þann | 6 ummæli
Menn eru væntanlega að koma niður af jörðinni eftir leikinn gegn Liverpool í fyrradag og farnir að einbeita sér að krafti að næsta verkefni. West Bromwich Albion kemur í heimsókn á Old Trafford klukkan 14:00 á morgun.
Steve Clarke tryggði sér og liði sínu sæti í öllum fótbolta pup-quizum heimsins næstu áratugina þegar liðið gerði 5-5 jafntefli við Manchester United í síðasta leik síðasta tímabilsins og í síðasta leik Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson. Það stig tryggði þeim 8.sæti sem verður að teljast verulega góður árangur fyrir lið á borð við WBA. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Það væri hægt að búa til 20 diska DVD safn af því besta, og versta, frá Ferguson árunum. Þess vegna er hér farin hin leiðin og ritstjórar kusu 5 bestu eða verstu í örfáum flokkum:
1. Eric Cantona (5 atkvæði)
1. Cristiano Ronaldo (5 atkvæði)
1. Peter Schmeichel (5 atkvæði)
Allir ritstjórarnir sammála um að þessir kappar væru ein af fimm bestu kaupum Ferguson.
4. Roy Keane (3 atkvæði) Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 8 ummæli
Samkvæmt dagatalinu er ég sá eini af ritstjórninni sem man árin fyrir Fergie, enda fæddur 1969, 17 árum fyrir Ferguson. Ólíkt Ómari Ragnarssyni sem komst fram til átta ára aldurs í fyrsta bindi ævisögunnar, get ég hins vegar ekki sagt að ég sé minnugur á atburði. Ég veit það t.a.m. bara af því eldri frændur rifja það alltaf upp að fyrsta sem ég veit um að ég sé United maður er að ég á að hafa grenjað óhuggandi þegar United tapaði fyrir Southampton í bikarúrslitunum ’76. Annars man ég þetta ósköp lítið næstu árin. Maður horfði á útdrætti úr vikugömlum enskum leikjum á laugardögum, las um þetta í Mogga og fylgdist svolítið með. 1982 byrjaði ég að lesa Shoot! og fékk fagra mynd af öllum leikmönnum og liðum, enginn var lélegur, bara stundum smá vonbrigði. Sama ár komu fyrstu beinu útsendingarnar og um haustið byrjaði RÚV að sýna einn leik í viku. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 7 ummæli
Liðið sem Sir Alex Ferguson kveður United með lítur svona út
Schmeichel
Neville(G) Stam Ferdinand Irwin
Ronaldo Keane Scholes Giggs
Cantona
Van Persie
Æ nei. Reyndar ekki.
De Gea
Jones Vidic Ferdinand Evra
Welbeck Carrick Scholes Kagawa
Hernandez Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Evans, Büttner, Anderson, Valencia, Cleverley, Giggs
Þarna er spilað til sóknar og sigurs!!!
Rooney ekki einu sinni á bekknum. Sagði í tísti áðan hlakka til að taka viðð 5. meistaramedalíunni, minntist ekki á að kveðja Fergie… Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!