Manchester United birti í gær fjármálaniðurstöður sínar fyrir annan ársfjórðung yfirstandandi uppgjörsárs, október til desember. Við erum yfirleitt hættir að kafa í svona millibilsuppgjör en í tölunum í gær var tala sem vakti nokkra athygli. Skuldir félagsins hafa aukist um 87,2 milljónir punda á árinu 2017, úr 322,1 milljón punda í 409,3 milljónir.
En það er ekki eins og félagið hafi veirð að taka þessa peninga að láni heldur eru um tap að ræða vegna þess að skuldir félagsins eru allar í dollurum. Félagið skuldar um 504 milljónir dollara og þar sem gengi punds hefur veikst úr 1,4747 pundum per dollar í 1,2293 hækkar skuldin í pundum. Takk Brexit!