Það er er gaman að vera United-maður í dag. Við höfum skellt hurðinni kröftuglega á andstæðinga okkar í deildinni í undanförnum leikjum og Tottenham, City og Liverpool hafa fengið að kenna á því á afskaplega sannfærandi hátt. Með sigrunum á þessum liðum hefur United tekist að þau senda þau niður í harða baráttu um afgangana á meðan strákarnir okkar hafa komið sér í tiltölulega þægilega stöðu.
Skýringarmyndir
Upprisa Antonio Valencia
Það má skipta ferli Antonio Valencia í tvo hluta. Þegar hann gat eitthvað og svo þegar hann gat ekki neitt.
Valencia mætti til klúbbsins sumarið 2009 og þurfti þar að fylla stærstu skó sem félagið hafði séð. Hvernig í ósköpunum átti eitthvað ‘no-name’ frá Ekvador sem spilaði með Wigan Athletic að geta komið í stað Cristiano Ronaldo? Svo gott sem ómögulegt en Valencia stóðst prófið eins vel og hægt var að vona. Framan af í það minnsta. Hann byrjaði ágætlega. Fyrsta tímabil sitt var hann stoðsendingahæstur með 11 stykki, setti að auki 5 mörk og fékk sæti í PFA-liði ársins. Því miður ökklabrotnaði hann í upphafi næsta tímabils og var frá stærstan hluta tímabilsins en kom sterkur inn síðasta þriðjung tímabilsins. Innkoma hans var reyndar svo sterkt að hann sló hreinlega Nani út úr liðinu sem var að eiga sitt langbesta tímabil í rauðu treyjunni.
Mánudagspælingar 2015:02
Maður er ennþá að koma sér niður á jörðina eftir leikinn á Anfield í gær. Andrýmið á milli 4. og 5. sætis er orðið ansi þægilegt fyrir næstu umferð þar sem við tökum á móti Aston Villa á meðan Liverpool og Arsenal mætast innbyrðis á Emirates-vellinum. Að mæta á þennan geysierfiða útivöll þar sem aflinn undanfarin ár hefur verið af skornum skammti og fara heim með þrjú stig er frábært. Að gera það eins og liðið gerði í gær er einfaldlega stórkostlegt.
Sunderland mætir á Old Trafford á morgun
Það var ansi þungt í manni hljóðið eftir leikinn gegn Swansea um síðustu helgi. Þetta fer fljótt að verða að klisju en liðin í baráttunni um Meistaradeildarsætin mega ekki misstíga sig mikið það sem eftir er af tímabilinu. Það var því alveg grautfúlt að missa þennan leik niður í tap, sérstaklega í ljósi þess að Liverpool og Arsenal unnu sína leiki en þetta virðast vera okkar helstu andstæðingar um 3-4. sæti. Staðan er einfaldlega þannig að United má helst ekki tapa leik það sem eftir er tímabilsins, eða hvað?
Skora fyrst, sigra svo
Leikurinn gegn Preston North End í FA-bikarnum í vikunni var merkilegur fyrir nokkrar sakir, ekki síst vegna þess að í leiknum tókst Manchester United að gera eitthvað sem var áður talið eitt af aðalsmerkjum félagsins en hafði ekki tekist hingað til á þessu leiktímabili: United vann leik eftir að hafa lent undir! Undur og stórmerki.
Kíkjum aðeins á tölfræðina hvað þetta varðar: