Við eigum harma að hefna gegn Leicester sem eru að koma á Old Trafford á morgun. Við máttum þola alveg sérstaklega óþolandi tap gegn þeim í fyrri leik þessara liða. Leikurinn var spilaður 21. september og var annar leikurinn sem liðið spilaði eftir lokun sumargluggans. Hinn leikurinn var gegn QPR þar sem liðið sundurspilaði máttlaust lið QPR og vann 4-0. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu vonaði maður því að framtíðin yrði eins og QPR-leikurinn. Öll sumarkaupin komin í hús, allt klárt.
Skýringarmyndir
Stigapælingar
Nú eru ekki nema rétt tæplega tvær vikur í að félagskiptaglugginn lokar. Woodward og Glazerarnir hafa rétt tæplega tvær vikur til þess að vinna vinnuna sína svo að Louis van Gaal geti unnið vinnuna sína. Hvað er vinnan hans? Að ná titlinum til baka en fyrsta skrefið í átt að því er að koma liðinu í Meistaradeildina á nýjan leik. Það er verkefni tímabilsins.
Hvað þurfa Louis van Gaal og leikmenn liðsins að gera til þess að ná því? Fjórða sætið er lágmark. Það er alveg sama hvað David Moyes reynir að verja sig, hann klikkaði á öllum markmiðum tímabilsins og skilaði í hús lélegustu titilvörn síðustu ára. 7. sæti. 64 stig.
Manchester-slagurinn
Framundan er slagurinn um Manchester-borg. Á morgun mætast sigurvegarar siðustu tveggja tímabila Úrvalsdeildarinnar á Old Trafford. Það er auðvitað frekar óvenjulegt að svona leikur sé settur á þriðjudag en upphaflega átti hann að fara fram 1. mars en finna þurfti nýja dagsetningu eftir að City komst í úrslitaleik deildarbikarsins. Undir venjulegum kringumstæðum væri þetta lykilleikur í titilbaráttunni en það er ekkert venjulegt við þetta tímabil fyrir okkur sem halda með Manchester United.
Góðu fréttunum rignir inn
Já, það er ekkert nema jákvæðir straumar sem streyma frá Old Trafford þessa dagana.
Chris Smalling tók þá upplýstu ákvörðun um að klæða sig upp sem sjálfsmorðsprengjumaður í búningapartý á dögunum. „Blaðamenn“ The Sun voru auðvitað ekki lengi að komast að þessu og birtu þetta á forsíðu blaðsins. Smalling var snöggur að biðjast afsökunar á þessu og sagði þetta misheppnað grín, hann hafi ætlað að þykjast vera svokölluð Jäger-Bomb. Fallega gert hjá honum að taka sviðsljósið af Moyes í smástund.
Hvaðan koma þeir leikmenn sem spilað hafa fyrir United? Opinn þráður
Svona fyrst það er landsleikjahlé og ekkert að gera dunduðum við okkur við að búa til svona skemmtilega skýringarmynd um þjóðerni þeirra leikmanna sem spilað hafa einn eða fleiri keppnisleik fyrir United. Annars er þetta opinn þráður þannig að ef ykkur liggur eitthvað sérstakt á hjarta má demba því hérna inn.
Áfram Ísland!
Infographics