Bekkur: Lindegaard, Rafael, Ferdinand, Nani, Valencia, Cleverley, Büttner
Southampton
Southampton á Old Trafford
Síðast þegar þessi tvö lið mættust á St. Mary’s skoraði Robin van Persie sína fyrstu þrennu fyrir United. Leiknum lauk 3-2 eins og svo mörgum af okkar leikjum. Leikskýrslu þessa leiks er að finna hér.
Félagsskiptaglugginn er búinn að vera á fullu þennan mánuðinn og hafa bæði liðin verið að fá til sín leikmenn. Southampton fengu hinn norska Vegard Forren frá Molde sem Liverpool var líka á eftir og United keyptu hinn efnilega og eftirsótta Wilfried Zaha frá Crystal Palace en hann mun klára tímabilið á lánssamningi hjá Palace.
Southampton 2:3 Manchester United
Það væri ekki United ef ekki væri einhver óvænt í uppstillingunni. Ferdinand kominn aftur og þeir Vidic léku saman í fyrsta skipti síðan í desember.
Welbeck inn á kantinn kom ekki sérstaklega á óvart, en það sem kom á óvart var að de Gea var refsað fyrir mistökin sem leiddu til seinna marks Fulham um daginn, mistök sem voru reyndar klárt sóknarbrot fannst mér.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Vidic Evra
Liðið gegn Southampton
Liðið gegn Southampton er komið og lítur svona út:
Lindegaard
Rafael Ferdinand Vidic Evra
Cleverley Carrick
Valencia Kagawa Welbeck
Van Persie
Kemur verulega á óvart að sjá Rio þarna! Welbeck á kantinum kemur minna á óvart. Svo er bara vonandi að það sé bara verið að hvíla de Gea frekar en það séu meiðsli hjá honum
Viðbót: Bekkurinn: Giggs, Powell, Scholes, Evans, Nani og Chicharito
Southampton á morgun
Eftir hálfbrösuglega byrjun Manchester United koma þær góðu fréttir að Jonny Evans er orðinn heill, og því þurfum við ekki lengur að þola að besti miðjumaðurinn okkar sé í miðverðinum. Evans lék allan leik U-21 árs liðsins í vikunni og er tilbúinn í slaginn á morgun. Rio Ferdinand og Phil Jones eru byrjaðir að æfa þó þeir séu ekki enn leikhæfir þannig að vonandi er varnarlínan að komast í fullan styrkleika. Ashley Young er hins vegar frá vegna meiðsla sem og auðvitað Rooney, en síðustu fréttir herma að hann verði kominn til baka eftir um mánuð, sem má teljast þokkalega sloppið.