Manchester United byrjaði tímabilið í Meistaradeildinni eins vel og hægt er með þremur mörkum og þremur stigum á útivelli. Andstæðingurinn var vissulega að öllum líkindum sá slakasti í riðlinum en einmitt þess vegna var mikilvægt að lenda ekki í neinu veseni í þessum útileik.
Í aðdraganda leiksins hafði verið talað töluvert um það að nýi hægri bakvörðurinn í liðinu, Diogo Dalot, gæti fengið sénsinn. Hann var búinn að jafna sig eftir meiðsli og ekki þótt ástæða til að taka séns á að láta Valencia spila á þessu gervigrasi sem er á Stade de Suisse. Hann reyndist svo vera í byrjunarliðinu ásamt nokkrum öðrum sem fengu þarna séns til að sýna sig og minna á sig.