Tuttugu leikir án taps. Ekki nema 30 leikir í að Manchester United slái metið yfir lengstu taplausu hrinuna í ensku úrvalsdeildinni. Helsti gallinn er bara að það stefnir í að 15 af þessum leikjum verði jafntefli.
Staðreyndin er þó samt að Manchester United er núna í lengstu taplausu hrinu sem lið í topp 5 deildum Evrópu hefur náð. Það er alveg eitthvað, jafnvel þótt við hefðum öll verið til í að einhver af þessum 20 leikjum hefði tapast ef við hefðum fengið fleiri sigurleiki á móti.