Í gær skrifuðum við pistil um hvað Louis van Gaal þyrfti að safna mörgum stigum umfram gengi David Moyes og liðsins í fyrra. Niðurstaðan var 11-18 stig ef markmiðið er að komast aftur í Meistaradeldina. Til þess að það sé mögulegt þarf að bæta stigasöfnunina gegn hinum stóru liðunum en liðið náði aðeins í 6 stig af 36 mögulegum gegn liðunum sem enduðu fyrir ofan okkur á síðasta leiktímabili. 6 stig! Það er þó ekki síður mikilvægara að taka sex stig í leikjunum tveimur gegn liðum sem félag eins og United á alltaf að vinna. Það mistókst alltof oft í fyrra og við náðum bara í fullt hús stiga gegn 5 liðum. Sunderland var eitt af þeim liðum sem sigraði United á síðasta tímabili og eitt af mikilvægustu verkefnum Louis van Gaal verður að stoppa í þau göt. Við verðum að fá sex stig gegn liðum eins og Sunderland og við getum farið hálfa leið að því marki á sunnudaginn.
Sunderland
Manchester United 0:1 Sunderland
Þetta átti að vera svo flottur dagur í dag. Sólin skein og reif ég ófrísku kærustuna upp úr rúminu klukkan 11 í bröns niðrí miðbæ Köben. Svo settist maður eldhress upp í sófa með ískaldan Leffe tilbúinn að horfa á United endurtaka leikinn frá síðustu helgi er þeir völtuðu yfir Norwich á Old Trafford. Því miður gekk ekki allt upp eins og maður hafði planað.
Líkt og í Danmörku þá var sólin að skína fyrir leikmennina á Old Trafford í leik númer tvö af fjórum í stjóratíð Ryan Giggs. Fyrir leikinn skrifaði Giggs:
Sunderland kemur í heimsókn
Þá er það leikur tvö af fjórum þar sem snillingurinn Ryan Giggs fær að stjórna United, í bili amk. Í síðasta leik gekk okkar mönnum svona ljómandi vel er þeir gjörsigruðu Norwich á Old Trafford með fjórum mörkum gegn engu í leik þar sem leikmennirnir voru mun sprækari en við höfum séð á þessu tímabili.
Á morgun verður það Sunderland sem kemur í heimsókn. Áður en við hitum okkur upp fyrir þann stórmeistaraleik skulum við byrja á helstu fréttum tengdu United.
Manchester United 2(3):1(3) Sunderland (1-2 v)
Byrjum á góðu fréttunum. Samkvæmt The Telegraph hefur Chelsea samþykkt tilboð United í Juan Mata og allt er klappað og klárt, það eina sem eftir er læknisskoðun sem fram á að fara á morgun. Spennandi fréttir og vonandi fyrsta skrefið af mörgum til þess að bæta þennan leikmannahóp.
Þetta voru 119 mínútur af hreinræktuðum leiðindum, 2 mínútur af hreinni spennu og 5 mínútur af slökustu vítaspyrnukeppni í sögu knattspyrnunnar.
Undanúrslit deildarbikars á morgun
Þá er komið að því sem gæti hugsanlega orðið eini ljósi punkturinn á leiktíðinni. Sunderland kemur í heimsókn á Old Trafford og með því að vinna með tveggja marka mun, nú eða eitt núll og halda út framlenginguna getur United tryggt sæti sitt í úrslitaleiknum. Sá leikur yrði reyndar gegn City…
En það skiptir engu. Liðið þarfnast sárlega á öllum sigrum að halda til að lappa upp á laskaðan móralinn. Einhvern tímann hefðum við skutlað hálfu varaliðinu inná og ekki haft áhyggjur, nú mun hálft varaliðið þurfa að spila hvort eð er.