Maggi, Ragnar, Hrólfur og Bjössi fóru yfir tapleik gegn Tottenham Hotspur. Einnig var yfir fréttir vikunnar af félagaskiptum, yfirtöku og brottför Mason Greenwood.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
MP3 skrá: 112. þáttur
Magnús Þór skrifaði þann | 1 ummæli
Maggi, Ragnar, Hrólfur og Bjössi fóru yfir tapleik gegn Tottenham Hotspur. Einnig var yfir fréttir vikunnar af félagaskiptum, yfirtöku og brottför Mason Greenwood.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
MP3 skrá: 112. þáttur
Björn Friðgeir skrifaði þann | 15 ummæli
Nú þegar fyrsti júlí rennur upp er leikmannaglugginn opinberlega opinn og United er búið að kaupa einn leikmann af þeim fjórum sem búist er við að liðið kaupi. Leikmenn mæta aftur til æfinga á laugardaginn næsta, 8. júlí og fljúga til Bandaríkjanna daginn eftir. Eitt af því sem gengið hefur verið frá sem vísu er að José Mourinho hafi lagt fyrir Ed Woodward að ganga frá kaupum fyrir þann tíma til að nýir leikmenn yrðu með frá upphafi undirbúnings. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Í síðustu viku vorum við eðlilega að velta fyrir okkur slæmu gengi liðsins í síðustu þrem leikjum.
Tryggvi skoðaði færasköpun og Fellaini á mánudaginn og í hlaðvarpinu á þriðjudaginn ræddum við það sem og mikilvægi Carrick fyrir liðið.
Leikurinn á laugardaginn var aðeins skárri en mörkin komu úr kunnuglegum áttum. Juan Mata skoraði sitt fjórða mark í deild á árinu, að þessu sinni úr víti, og leikmennirnir tveir sem sýnt hafa mestar framfarir í vetur bjuggu til seinna markið, Young gaf fyrir og Fellani skoraði líka sitt fjórða mark á árinu. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 2 ummæli
Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Eftir sannfærandi sigra á Spurs, Liverpool og City var Louis van Gaal frelsarinn sjálfur en í dag, eftir þrjá tapleiki í röð[footnote]Í fyrsta sinn síðan 2001 en þá hafði United þegar tryggt sér titilinn.[/footnote], er farið að glitta í #VanGaalOut merkið á Twitter á nýjan leik. Það er auðvitað fjarstæðukennt að ætla sér að losa sig við stjórann á þessum tímapunkti enda er félagið við það að ná markmiðum sínum fyrir þetta tímabil: Meistaradeildarbolti á Old Trafford 2015/2016. Það er þó ekki efni þessa pistils heldur langar mig að tala aðeins um færanýtingu og færasköpun. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 7 ummæli
Eftir gott gengi undafarnar vikur var alveg hroðalegt að sjá andleysið sem einkenndi spilamennsku United í gær. Mér fannst liðið reyndar byrja þennan leik ágætlega þrátt fyrir að lenda marki undir snemma leiks. Seinna mark Everton drap hinsvegar allan lífsvilja United-manna og lélegasta frammistaða liðsins undir stjórn Louis van Gaal leit dagsins ljós í gær. Þetta tap hleypir örlítilli spennu í baráttuna um Meistaradeildarsætið þó að niðurstaða hennar sé ennþá fyllilega í höndum okkar manna. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!