Eftir góðan fyrri hálfleik og óþarflega erfiðan seinni hálfleikur náði Manchester United að landa sigri gegn WBA. Þrjú stig til viðbótar og það er þegar ljóst að Manchester United er að eiga sinn besta fyrri hluta deildartímabils frá því Ferguson lét af störfum. Liðið er að auki búið að vinna 3 útileiki í röð sem hefur ekki gerst áður á þessu tímabili, gerðist síðast í febrúar. Og svo má líka benda á að liðið er komið yfir 40 stiga múrinn og ætti því að vera öruggt frá falli. Gleðileg jól!
Enska úrvalsdeildin