Þar kom að því, nýtt og ferskt og þokkalega áreiðanlegt slúður!
Og þá er það að Thomas Vermaelen hafi samþykkt samning við United og nú eigi bara eftir að ganga frá kaupverði við Arsenal. Vermaelen á ár eftir af samningi og því ætti Arsenal ekki að geta heimtað mikið.
Það er ekki hægt að segja að þetta séu flottustu fréttirnar. Vermaelen er búinn að vera fimm ár hjá Arsenal, stóð sig vel í fyrstu en hefur verið nokkuð meiddur undanfarið. Hann var valinn fyrirliði liðsins eftir að Van Persie fór, en hefur ekki átt fast sæti í liðinu í vetur.