Byrjunarlið Manchester United var líkt því sem búist var við, Young missti ekki sæti sitt þrátt fyrir góða frammistöðu Brandon Williams gegn Partizan.
1
De Gea
16
Young
5
Maguire
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
17
Fred
39
McTominay
10
Rashford
15
Pereira
21
James
9
Martial
Varamenn: Romero, Rojo, Williams, Mata, Garner, Lingard, Greenwood
Lið heimamanna:
Krul
Lewis
Godfrey
Amadou
Aarons
Alexander
Cantwell
McLean
Leitner
Buendía
Pukki
United byrjaði svo sem þokkalega, en það var samt Norwich sem fékk fyrsta færið, góð sókn upp hægra megin, enginn United maður gerði árás á boltann og endaði með sendingu á Cantwell í miðjum teignum. Wan-Bissaka var 2 metra frá og gat engan veginn stöðvað skotið, en vildi til að það fór hátt yfir. Á engan hátt ásættanleg varnarvinna.