Við vonum að lesendur okkar hafi það gott á þessum fordæmalausu tímum. Við fengum sendan þennan pistil frá Tómasi Gauta sem þið getið vonandi haft gaman af í fótboltaleysinu. Hér er pistillinn:
Hver einustu landsleikjahlé líða fyrir mér eins og heill mánuður í hvert skipti. Þá skoða ég dagatalið á hverjum degi og tel óþolinmóður niður dagana. Það hefur kannski aðeins breyst síðustu ár eftir að karlalandslið okkar varð frábært knattspyrnulið og hafa þeir nú gefið okkur endalaust af ljúfum minningum. „Aldrei vekja mig,“ eins og Gummi Ben sagði. Engu að síður þá fæ ég enn í dag fótbolta „fráhvarfseinkenni“ þegar þessi hlé taka við.