Enn og aftur brennir maður sig á því að vera spenntur fyrir byrjunarliði fyrir leik en Tottenham voru ekki lengi að kippa manni niður á jörðina. Eftir að hafa haldið hreinu í sex leikjum í röð þá tók það Tottenham aðeins 11 sekúndur að koma knettinum í netið. Tottenham virtust njóta þess að spila fyrir framan flesta áhorfendur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar á meðan leikmenn Manchester United virtust ekki vita hvort þeir væru að koma eða fara.
Tottenham Hotspur
Heimsókn á Wembley
…
“Lads it’s Tottenham” ⚽️ pic.twitter.com/85Qq79TmIJ
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) October 28, 2017
Á morgun, klukkan 20:00, fer José Mourinho með drengina sína, og okkar, í heimsókn á Wembley þar sem þeir munu mæta Harry Kane-liðinu eða Tottenham Hotspur eins og þeir kallast víst í daglegu tali. Að öllu gamni slepptu þá er þetta risa stór leikur og gæti hann haft mikil áhrif á komandi vikur hjá báðum liðum.
Manchester United 1:0 Tottenham Hotspur
Eftir strembna fjögurra leikja hrinu þar sem leikið var á útivelli var loksins komið að leik á Old Trafford. Ekki voru miklar sviptingar í leikmannahópi Manchester United en Eric Bailly kom tilbaka eftir mánaðar fjarveru sökum meiðsla og munar um minna. Sömu sögu er ekki hægt að segja um lið Tottenham Hotspur en liðið var án Harry Kane sem meiddist í leiknum gegn Liverpool á Wembley. Bæði lið þurftu nauðsynlega þrjú stig úr þessum leik til að halda í við Manchester City.
Loksins heimaleikur aftur – Tottenham kemur í heimsókn
Loksins er fjögurra leikja útileikjahrinunni lokið. Um var að ræða Benfica í Meistaradeildinni, Swansea í deildarbikarnum og Liverpool og Huddersfield í úrvalsdeildinni. Leikirnir gegn Benfica og Swansea unnust en fyrrnefndi sigurinn var afskaplega ósannfærandi og í raun aðeins mistökum ungs markvarðar Benfica að þakka. Deildarleikirnir tveir voru nóg til að sumt stuðningsfólk snerist gegn knattspyrnustjóranum en þessir leikir voru minna ánægjulegir en þreföld rótarfylling án deyfiefna.
Tottenham 3:0 Manchester United
Tottenham tókst loksins að vinna Manchester United á heimavelli en það hafði ekki gerst síðan 2001 takk fyrir. Þessi leikur sýndi það svo rosalega vel á hversu langt Louis van Gaal er frá því að gera það sem hann var ráðinn til.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði ágætlega og United var mikið boltann og var mikið að reyna að sækja á Spurs. Vandamálið er ávallt það að liðið skýtur nánast aldrei á markið. Timothy Fosu-Mensah er mjög sprækur í fyrri hálfleiknum en hann byrjaði óvænt í stað Mattio Darmian í hægri bakverði. Hann og David de Gea báru af í fyrri hálfleiknum og björguðu báðir tveir oft meistaralega. Fosu-Mensah sem er varnartengill að upplagi stefnir í að ætla að verða hörkuleikmaður í framtíðinni þeas nema hann taki upp á því að verða Phil Jones. Framlína United sem hóf leikinn er sú sama og í undanförnum leikjum og hún var frekar spræk í hálfleiknum þrátt fyrir að United hafi ekki átt skot á rammann. Staðan í hálfleik var 0:0 en hefði hæglega getað verið 1-2:0 fyrir gestgjöfunum.