Ed Woodward var í áhugaverði viðtali við MUTV í gær þar sem hann fór yfir síðustu 12 mánuði og það sem framundan er.
Þetta var auðvitað svolítið drottningarviðtal en hér eru helstu punktarnir:
Um stjórann
Tryggvi Páll skrifaði þann | 6 ummæli
Ed Woodward var í áhugaverði viðtali við MUTV í gær þar sem hann fór yfir síðustu 12 mánuði og það sem framundan er.
Þetta var auðvitað svolítið drottningarviðtal en hér eru helstu punktarnir:
Tryggvi Páll skrifaði þann | 9 ummæli
Manchester United vann fyrsta æfingaleik tímabilsins þegar liðið mætti Club America í Seattle. Fyrir leikinn voru helstu spurningarmerkin hvaða leikkerfi yrði fyrir valinu og hvar Memphis Depay og Adnan Januzaj myndi spila. Við fengum svör við þessu öllu saman í nótt.
Liðið sem spilaði fyrri hálfleik var svona, í einhverskonar 4-2-3-1/4-4-1-1
David de Gea og Antonio Valencia voru ekki með vegna smávægilegra meiðsla. Memphis var í holunni rétt fyrir aftan Rooney en annað var tiltölulega hefðbundið. Lesa meira
Byrjunarliðið sem Louis Van Gaal stillir upp gegn Club Ameríca er einhvern veginn svona:
Ég er ekki alveg klár á því hvort þetta verði sú taktík sem verði notuð, Carrick og Schneiderlin munu líklega spila aðeins aftar á miðjunni, og kannski mun Rooney spila einn upp á topp, með Mata í holunni og Young og Memphis á köntunum. Við sjáum til!
De Gea og Valencia eru víst smávægilega meiddir. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 4 ummæli
*MINNUM Á 12.ÞÁTT AF PODCASTI OKKAR SEM KOM ÚT Í GÆR*
Það eru rúmlega 50 dagar síðan leikur Hull og Manchester United var spilaður Það var síðasti leikur úrvalsdeildarinnar og síðan þá höfum við lesið endalausar greinar um leikmannakaup United og hvernig liðið gæti litið út þegar deildin hefst. Í nótt spilar liðið sinn fyrsta æfingaleik og þá getum við loksins farið að minnka umræðuna um leikmannakaup og farið að einbeita okkur að því sem er skemmtilegast. Knattspyrnan er mætt aftur. Lesa meira
Tryggvi Páll skrifaði þann | 7 ummæli
For me the most important match is the first match of the Premier League. #
Þetta sagði Louis van Gaal fyrir skömmu og það er alveg á hreinu að nú snýst allt um það hjá Manchester United að félagið byrji nýtt tímabil eins vel og hægt er. Það gekk nefnilega ekki eins og skyldi síðasta ár og það kostaði okkur ýmislegt. Í fyrstu þremur leikjum síðasta tímabils fékk United einungis 2 stig. Það var þessi slæma byrjun sem kostaði okkur það að geta veitt Chelsea og City einhverja keppni um titilinn en frá og með 4. umferð fram í lok apríl var stigasöfnun Manchester United mjög sambærileg við liðin sem enduðu fyrir ofan okkur. Töpuðu stigin í upphafi tímabils reyndust því dýrkeypt. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!