Leikmenn Manchester United eru mættir til Bandaríkjanna þar sem félagið mun undirbúa sig undir komandi tímabil með fimm vináttuleikjum, áður en komið verður við í Noregi, á heimleiðinni til Bretlandseyja. Alls verða spilaðir sjö leikir en fyrsti leikurinn verður spilaður aðfaranótt næstkomandi sunnudags.
Ferðin til Kína á síðasta ári var einfaldlega bara grín og því er kærkomið að félagið snúi aftur til Bandaríkjanna þar sem allar aðstæður eru til fyrirmyndar. Áður en við rennum yfir ferðalagið í smáatriðum er rétt að kíkja á hópinn sem Mourinho valdi fyrir ferðina.