Louis van Gaal sagði á sínum fyrsta blaðamannafundi að hann vildi sjá hópinn að störfum og hvernig hann gæti aðlagað sig að hugmyndum sínum um hvernig eigi að spila knattspyrnu áður en að félagið færi að kaupa nýja leikmann og losa sig við gamla. Hann hefur nú tekið nokkrar æfingar með liðinu og er væntanlega farinn að fá grófa mynd af því hvernig hlutirnir líta út. Menn hafa talað um hversu ánægðir þeir eru með van Gaal, bæði Wayne Rooney og Ed Woodward hafa talað um að þeir séu hrifnir af honum. Á aðfaranótt fimmtudags byrjar svo ballið þegar liðið spila við LA Galaxy í Los Angeles.
Æfingaleikir Pistlar