Það hefur margt átt sér stað síðan í byrjun janúar þegar við skoðuðum síðast hvað væri í gangi í yngri liðum félagsins. Rennum yfir það helsta í leikmannamálum fyrst.
- Miðjumaðurinn Sean Goss var seldur til Q.P.R. á 500 þúsund pund.
- Bakvörðurinn Joe Riley gekk til liðs við Sheffield United á láni en liðið situr í fyrsta sæti í þriðju efstu deild á Englandi. Riley sem var hugsaður sem byrjunarliðsmaður lenti hins vegar í því að fara úr axlarlið á æfingu og hefur því aðeins leikið tvö leiki með liðinu. Hvort hann nái fleiri leikjum með liðinu verður að koma í ljós.
- Sam Johnstone fékk að fara á lán eftir að Joel Pereira kom til baka úr láni. Hefur Johnstone staðið vaktina hjá Aston Villa síðan og staðið sig með prýði. Eftir erfiða byrjun á árinu hefur liðið rétt úr kútnum og hefur Johnstone haldið hreinu í 5 af síðustu 6 leikjum.