Erik ten Hag gaf Úrúgvæanum Manuel Ugarte ekki tækifæri í byrjunarliðinu en í stað Casemiro kom Christian Eriksen. Þá var ekkert pláss fyrir Garnacho en þeir báðir höfðu ferðast til Suður-Ameríku í landsliðsverkefni og eflaust einhver þreyta sem því fylgdi.
Ugarte
Hádegisleikur við Mávana!
Þá heldur Manchester United suður með sjó til Brighton og hittir þar fyrir topplið Mávanna í annarri umferð deilarinnar á þessu tímabili. Brighton sitja á toppi deildarinnar eftir 0-3 útisigur gegn Everton en United situr því sjöunda eftir 1-0 heimasigur gegn Fulham. Bæði lið eru því með fullt hús stiga, heil þrjú stig en tímabilið auðvitað nýfarið af stað.
Síðustu viðureignir þessara liða hafa 2 marka sigrar, United vann 0-2 á þessum heimavelli í fyrra en Brighton gerði sér lítið fyrir og vann United 1-3 á Old Trafford. Það er aldrei að vita hvernig leikir þessara liða fara en eitt er víst að þrjú stig væru kærkomið nesti inn í erkifjendaslaginn um næstu helgi gegn Liverpool áður en liðin halda inn í landsleikjahlé.