Eftir fína byrjun í janúarmánuði kom brotlendingin gegn Tottenham. Sá leikur sýndi nákvæmlega hvaða veikleika þetta lið hefur og er núna augljóst hvers vegna United er á eftir miðverði og miðjumanni. Þessi leikur var ákveðið „reality check“ en liðið var gjörsamlega yfirspilað og hefði alveg getað tapað með mun meiri mun og það hefði alls ekki verið ósanngjarnt. Liðið varð fyrir blóðtöku í þessum leik en Marouane Fellaini sem kom inná sem varamaður fór fljótlega meiddur af velli og verður frá í allt að tvo mánuði.
Upphitun
Heimsókn á Wembley
…
“Lads it’s Tottenham” ⚽️ pic.twitter.com/85Qq79TmIJ
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) October 28, 2017
Á morgun, klukkan 20:00, fer José Mourinho með drengina sína, og okkar, í heimsókn á Wembley þar sem þeir munu mæta Harry Kane-liðinu eða Tottenham Hotspur eins og þeir kallast víst í daglegu tali. Að öllu gamni slepptu þá er þetta risa stór leikur og gæti hann haft mikil áhrif á komandi vikur hjá báðum liðum.
Nýtt ár, ný byrjun? Everton á nýársdag
Vonbrigði jólanna héldu áfram í gær og innan við 48 tímum eftir að United menn gengu af velli með eitt lélegt stig gegn Southampton í höndum þurfa þeir að fara til Liverpool og taka á móti Everton.
Everton byrjaði leiktíðina auðvitað hrottalega illa og Ronald Koeman missti starfið og við tók stóri Sámur Allardyce og hann hefur hrist upp í liðinu svo um munar og komið því upp í miðja deild. Frá því Allardyce tók við hefur liði tapað tveimur leikjum, öðrum þeirra reyndar í gær þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Bournemouth. Kannske má vona að ferðin frá suðurströndinni þreyti Everton aðeins. Þar á undan gerði liðið tvö núll núll jafntefli, við Chelsea á Goodison og West Bromwich úti, þannig að aðeins hefur hægt á velgegninni sem Allardyce kom með, og markaskoruninni hjá Wayne Rooney. Rooney kom inná í gær þannig það má búast við honum í byrjunarliði á morgun. Ross Barkley er sagður nálægt því að koma aftur eftir meiðsli en Maarten Stekelenburg, Leighton Baines, Seamus Coleman og Ramiro Funes Mori eru allir meiddir.
United fær Southampton í heimsókn
Eftir hreint útsagt ömurlega törn þar sem liðið var slegið út úr Carabao-bikarnum og kæruleysislega leikna viðureignir gegn Leicester og Burnley í úrvalsdeildinni er komið að heimsókn frá Southampton. Gestirnir hafa langt frá því verið að brillera í vetur og sitja í 14.sæti deildarinnar og aðeins 3 stigum frá fallsæti. Nokkuð öruggt er að hin rándýrir Virgil van Dijk verði utan hóps enda er hann aðeins 2,5 degi frá þvi að verða leikmaður Liverpool. Annar leikmaður sem verður pottþétt ekki með er framherjinn Charlie Austin en hann er að afplána 3 leikja bann ásamt því að glíma við meiðsli. Þá er hægri bakvörðurinn Cedric Soares fjarri góðu gamni og svo er landsliðsmaðurinn Ryan Bertrand spurningarmerki.
Leicester á morgun
Annað kvöld, á versta hugsanlega tíma fyrir Íslendinga í jólaundirbúningi og sérstaklega þau sem hanga á Laugaveginum á Þorláksmessu fer United til Leicester og tekst á við Englandsmeistarana frá því fyrir ári.
Þetta er fyrsti leikurinn í seinni umferðinni, United vann Leicester nokkuð örugglega í ágúst en Leicester hefur bara staðið sig þokkalega síðan og er í áttunda sæti, aðeins sex stóru og Burnley á undan þeim. Þeir voru búnir að vinna fimm leiki í röð í deild þegar Crystal Palace skellti þeim illa um síðustu helgi, 3-0. Varaliðið þeirra náði svo jafntefli gegn City í Carabao bikarnum á þriðjudaginn en tapaði í vítakeppni.