Á morgun ferðast Manchester United til Bristol þar sem landsliðsmaðurinn Hörður Magnússon og félagar í Bristol City F.C. taka á móti okkur í 8-liða úrslitum Carabao deildarbikarsins. Nú fer leikjaálagið að þyngjast í kringum hátíðirnar en United á nánast leik á þriggja daga fresti út mánuðinn og því liggur í augum uppi að José Mourinho þarf að vera duglegur að gera breytingar á liðinu milli leika.
Upphitun
United fer á toppinn á morgun
Nei, Manchester United er ekki að fara á topp úrvalsdeildarinnar á morgun, en liðið fer hins vegar á The Hawthorns á morgun og mætir West Bromwich Albion á vellinum sem er hæst yfir sjávarmáli af ölllum völlum í úrvalsdeildinni, og reyndar allri deildarkeppninni, 168 metra yfir sjávarmáli.
Það er ekki hægt að segja að WBA hafi gengið vel í vetur. Liðið vann fyrstu tvo leikina í ágúst en hefur ekki unnið leik síðan! Átta jafntefli hafa hins vegar gert að verkum að liðið hangir einu sæti fyrir ofan fallsætin, þökk sé markatölu. Tony Pulis var rekinn í nóvember og Alan Pardew ráðinn í staðinn en hann hefur ekki náð að stýra liðinu á sigurbraut. Undir hans stjórn hefur liðið samt ná jafntefli gegn Tottenham og Liverpool og því ekkert hægt að reikna með auðveldum sigri á morgun. Jafnteflið gegn Liverpool hefur eflaust komið liðinu í gott skap og það verður erfitt fyrir United að brjóta liðið niður enda sáum við hvernig gekk móti Bournemouth á miðvikudaginn.
CSKA kemur til Manchester
Þá er komið að leiknum sem enginn er að hugsa um. Eftir einn skemmtilegasta og mikilvægasta sigur United í nokkur ár um síðastliðna helgi gegn góðvinum okkar í Arsenal fóru allir strax að huga að risaleik næstu helgar þegar ekki svo góðir vinir okkar í Manchester City koma í heimsókn. Þar verður allt undir, á morgun þurfum við bara að hvíla alla og ekki tapa 7:0.
United þarf eitt stig á morgun gegn CSKA Moskvu til að tryggja fyrsta sæti riðilsins en í raun þurfum við einfaldlega að forðast sjö marka tap til að vera öruggir áfram og við munum vinna riðilinn svo lengi sem við fáum ekki á okkur fimm mörk á heimavelli. Gestirnir frá Rússlandi eru sjálfir í bullandi baráttu um að komast áfram og þurfa að sækja fleiri stig en Basel (sem heimsækir Benfica á sama tíma) til að vera öruggir um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Arsenal á Emirates á morgun
Það eru tvær vikur síðan einn af uppáhaldsfótboltaskríbentum ritstjórnar, Íslandsvinurinn Jonathan Wilson skrifaði grein fyrir grannaslag Arsenal og Tottenham sem fékk yfirskriftina „The gulf between Arsenal and Tottenham is big – and it is getting bigger“. Það er ekki hægt að segja að þessi fyrirsögn hafi elst vel. Arsenal vann Tottenham og Spurs hefur gengið illa og er nú í 7. sæti en Arsenal hefur gengið jafn vel og rústaði nú síðast Huddersfield á miðvikdaginn, 5-0.
Útileikur gegn Watford á þriðjudagskvöldi
Desember er rétt handan við hornið, með sínu gífurlega leikjaálagi fyrir ensk knattspyrnulið. Sérstaklega þau sem enn eru í deildarbikarnum og taka auk þess þátt í Evrópukeppni. Manchester United er auðvitað eitt þeirra, liðið hefur verið að spila 2 leiki í viku flestar vikur að undanförnu, nema rétt þegar landsleikjahlé hafa truflað það. Það er engin breyting á því þessa vikuna nema í þetta skiptið er það hvorki Meistaradeild Evrópu né deildarbikarinn sem á þennan þriðjudagsleik heldur úrvalsdeildin, fyrsti deildarleikur tímabilsins í miðri viku (en þó stutt í þann næsta).